Fara í efni

Lóð nr.63 á Gránumóum - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1505220

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 28.05.2015

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Sigurgísla Ellers Kolbeinssonar kt. 151157-4919, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009, dagsett 13. maí 2015. Umsóknin er um leyfi til að byggja vatnsforðahús og setja upp stálburðargrind fyrir eimsvala á steyptri undirstöðu fyrir loðdýrafóðurstöð félagsins á lóð nr. 63 á Gránumóum (143383) á Sauðárkróki.
Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki númer 301302, nr. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 13. maí 2015. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform.