Fara í efni

Neðri-Ás 2(146478) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1505040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 274. fundur - 10.06.2015

Svanbjörn Jón Garðarsson kt. 140350-2659 eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2 (landnr. 146478), sækir um leyfi til þess að skipta 5 spildum úr landi jarðarinnar, Neðri-Ás 2, land 1, Neðri-Ás 2, land 2, Neðri-Ás 2, land 3, Neðri-Ás 2, land 4 og Neðri-Ás 2, land 5, samkvæmt framlögðum hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S06 í verki nr. 71592, dags. 24. apríl 2015. Óskað er eftir heimild til þess að leysa Neðri-Ás 2 land 3 og land 4 úr landbúnaðarnotkun.
Fram kemur í erindinu að verið er að deiliskipuleggja Neðri-Ás 2, land 3 fyrir frístundabyggð, en innan þess lands eru:
Neðri-Ás 2 lóð landnr. 146479, þar stendur sumarhús með matsnúnerið 214-2911
Neðri-Ás 2 lóð nr. 4 landnr. 187516, þar stendur sumarhús með matsnúmerið 224-4833
Neðri-Ás 2 lóð nr. 5 landnr. 146480, þar stendur sumarhús með matsnúmerið 214-2912
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Neðri-Ás 2, landnr. 146478.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146478. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.