Fara í efni

Geldingaholt 146028 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1504150

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 272. fundur - 06.05.2015

Sigurjón Tobiasson kt. 081244-5969, Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 og Eva Dögg Bergþórsdóttir kt. 280685-2679, eigendur jarðarinnar Geldingaholts í Skagafirði landnúmer 146028, sækja um leyfi til þess að skipta jörðinni. Framlagðir hnitsettir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Uppdrættir er í verki númer 71622, nr S-101 og S-102, dagsettir 30. mars 2015. Skiptin eru gerð með því að stofna tvær landspildur út úr landi Geldingaholts (146028), sem fá heitin Geldingaholt, land 1 og Geldingaholt, land 2. Lögbýlaréttur Geldingaholts (146028) mun áfram tilheyra því landnúmeri eftir landskiptin. Geldingaholtseyjar verða áfram óskiptar, sameiginlegt land jarðanna Geldingaholt (146028) og Geldingaholt II (146030). Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.