Fara í efni

Beiðni um viðræður - Glaumbæjarkirkja

Málsnúmer 1504146

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 694. fundur - 30.04.2015

Lagt fram bréf dagsett 10. apríl 2015, frá sr. Gísla Gunnarssyni og Steinunni Fjólu Ólafsdóttur formanns sóknarnefndar Glaumbæjarsóknar. Óska þau eftir viðræðum við sveitarfélagið um að gerður verði samningur við Glaumbæjarkirkju þess efnis að kirkjan fái hlutdeild í þeim fjármunum sem ferðamenn skilja eftir í Glaumbæ. Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna fundartíma.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 696. fundur - 21.05.2015

Erindið áður á 694. fundi byggðarráðs þann 30. apríl 2015. Sr. Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ kom til viðræðu undir þessum dagskrárlið til að ræða efni bréfs frá honum og sóknarnefnd Glaumbæjarkirkju þar sem fram kemur ósk um að kirkjan fái hlutdeild í þeim fjármunum sem ferðamenn skilja eftir i Glaumbæ.
Málinu vísað til Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar til frekari skoðunar og umfjöllunar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 20. fundur - 21.06.2015

Séra Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ kom til fundar við nefndina og reifaði sjónarmið kirkju og sóknarnefndar varðandi framtíð Glaumbæjarstaðar. Nefndin mun vinna að málinu áfram í samráði við hlutaðeigandi aðila.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 696. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 20. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.