Fara í efni

Áætluð viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafnasjóða 2015-2018

Málsnúmer 1504077

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 109. fundur - 20.04.2015

Lagt var fyrir fundinn minnisblað frá stjórn Hafnarsambandi Íslands til Innanríkisráðherra varðandi áætlaða viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafnarsjóða.
Í febrúar og mars framkvæmdi Hafnasamband Íslands könnun á viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafna innan sambandsins.
Samkvæmt niðurstöðun könnunarinnar er áætlaður viðhaldskostnaður hafna á árunum 2015 til 2018 um 4,4 milljarðar og nýframkvæmdaþörf á sama árabili um 18,6 milljarðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir orð stjórnar Hafnasambandsins og vonast til að tekið verði tillit til þeirra hafnarframkvæmda sem nauðsynlegar eru á næstu árum í fjárlagagerð ríkissjóðs fyrir næsta ár.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.