Fara í efni

Air 66N - ósk um fund og framlag

Málsnúmer 1503013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 689. fundur - 12.03.2015

Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett 25. febrúar 2015 varðandi verkefnið Flugklasinn Air 66N. Markmið klasans er að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Stofnaðilar voru ríflega 20 ferðaþjónustufyrirtæki og 10 sveitarfélög á Norðurlandi. Óskað er eftir aðkomu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þessu verkefni og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í þrjú ár.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Markaðsskrifstofu Norðurlands til að ræða verkefnið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015

Afgreiðsla 689. fundar byggðaráðs staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 691. fundur - 26.03.2015

Erindið var áður tekið fyrir á 689. fundi byggðarráðs 12. mars 2015. Óskað er eftir aðkomu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að verkefninu Flugklasinn Air 66N og framlagi til þess sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í þrjú ár. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kom til viðræðu við byggðarráð undir þessum dagskrárlið.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 17. fundur - 10.04.2015

Fjallað um beiðni Markaðsstofu Norðurlands um styrk til Air 66N flugklasans. Nefndin samþykkir að veita kr. 300.000,- til verkefnisins að þessu sinni og er upphæðin tekin af fjárhagslið 13621. Nefndin mun óska eftir fundi síðar á árinu með starfsmanni flugklasans til að fara yfir framvindu verkefnisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 691. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskað bókað að hún sitji hjá, en fulltrúi K lista sat ekki fundinn því hann hafði hafði ekki vitneskju um hann.