Fara í efni

Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav í Fljótum.

Málsnúmer 1502245

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 270. fundur - 18.03.2015

Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, Sauðárkróki hafa óskað eftir leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá nýrri borholu við Langhús. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá framangreindri borholu til vesturs inn í Flókadal og að Móskógum, til norðurs að Haganesvík og til austurs að Hraunum og Þrasastöðum í austur Fljótum. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir á STOÐ ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir í verki númer 1020, Vegna afgreiðslu á framkvæmdaleyfisumsókn hefur verið óskað eftir umsögnum hlutaðeigandi umsagnaraðila.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015

Afgreiðsla 270. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með átta atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 273. fundur - 11.05.2015

Á 270. fundi nefndarinnar þann 18. mars sl. var erindið lagt fram til kynningar og eftirfarandi bókað. ?Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, Sauðárkróki hafa óskað eftir leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá nýrri borholu við Langhús. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá framangreindri borholu til vesturs inn í Flókadal og að Móskógum, til norðurs að Haganesvík og til austurs að Hraunum og Þrasastöðum í austur Fljótum. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir á STOÐ ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir í verki númer 1020. Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav í Fljótum. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Á 270. fundi nefndarinnar þann 18. mars sl. var erindið lagt fram til kynningar og eftirfarandi bókað. Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, Sauðárkróki hafa óskað eftir leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá nýrri borholu við Langhús. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá framangreindri borholu til vesturs inn í Flókadal og að Móskógum, til norðurs að Haganesvík og til austurs að Hraunum og Þrasastöðum í austur Fljótum. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir á STOÐ ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir í verki númer 1020.

Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið undir atkvæði sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.