Fara í efni

Lögfræðiálit v/hitaveitu í Reykjarhól

Málsnúmer 1502223

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 14. fundur - 27.02.2015

Lagt var fram til kynningar álit lögmanns vegna hitaveituréttinda í Reykjarhóli.
Í ljósi álits lögmanns samþykkir nefndin að fela lögmanni að leita álits Orkustofnunar um forgangsrétt Skagafjarðarveitna á nýtingu jarðhita á svæðinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015

Afgreiðsla 14. fundar veitunefndar staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 16. fundur - 31.03.2015

Lagt var fram til kynningar svarbréf frá Orkustofnun vegna fyrirspurnar Skagafjarðarveitna varðandi hitaveituréttindi í Reykjarhóli.
Nefndin leggur til að lögfræðingi verði falið að fá nánari upplýsingar frá Orkustofnun.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 16. fundar veitunefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 19. fundur - 09.09.2015

Þann 11. mars sl. barst svarbréf frá Orkustofnun þar sem leitast er við að svara fyrirspurn Skagafjarðarveitna varðandi hitaveituréttindi í Reykjarhól.
Eiríki S. Svavarssyni hefur verið falið að leggja til næstu mögulegu skref í þessu máli, skref í átt til þess að tryggja réttindi Skagafjarðarveitna varðandi nýtingu jarðhita á svæðinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 19. fundar veitunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 20. fundur - 28.10.2015

Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Eiríki S. Svavarssyni, lögfræðingi, vegna hitaveituréttinda í Reykjarhól.
Í minnisblaðinu er farið yfir möguleg úrræði Skagafjarðarveitna til að tryggja hitaveituréttindi í Reykjarhól.
Sviðstjóra falið að vinna áfram að úttekt á jarðhitaréttindum Skagafjarðarveitna almennt samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar frá 12. febrúar 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 20. fundar veitunefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.