Fara í efni

Fjárhagslegt uppgjör á SFNV yfir til Róta bs.

Málsnúmer 1502164

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 688. fundur - 26.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), dagsettur 18. febrúar 2015 varðandi fjárhagslegt uppgjör á málefnum fatlaðra (SFNV) yfir til Róta bs. auk greinargerðar frá Kristjáni Jónassyni endurskoðanda hjá KPMG um breytingu SFNV í sjálfstætt starfandi byggðarsamlag og skiptingu eingarhluta SFNV pr. 31.12. 2013. Samkvæmt framlögðum gögnum verður stofnfé í byggðasamlaginu Rótum 2.000.000 kr. samtals og hlutur sveitarfélagsins frá SFNV er 30.188.820 kr.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við þessar ráðstafanir fjármuna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015

Afgreiðsla 688. fundar byggðaráðs staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.