Fara í efni

Viðvík 178680 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1502108

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 2. fundur - 25.02.2015

Tekið fyrir erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Kára Ottóssonar kt. 181163-6909 og Guðríðar Magnúsdóttur um rekstrarleyfi fyrir gististað. Tegund gististaðar er búðarhús, í landinu Viðvík land 178680, gististaður í flokki II. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 688. fundur - 26.02.2015

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 11. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kára Ottóssonar, kt. 181163-6909 um rekstrarleyfi fyrir einbýlishús Viðvík land 178680, fastanúmer 221-9968, 551 Sauðárkrókur. Gististaður flokkur II. Forsvarsmaður er Guðríður Magnúsdóttir, kt. 230266-3019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015

Afgreiðsla 688. fundar byggðaráðs staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.