Fara í efni

Greining innviða í Skagafirði

Málsnúmer 1502071

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 16. fundur - 23.02.2015

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu um greiningu innviða í Skagafirði sem nýtast eiga við kynningu á svæðinu og tækifærum til að fjárfesta hér.

Sigurjón Þórðarson leggur fram svohljóðandi bókun:
Drögin eru víðtæk samantekt á hinum ýmsum þáttum sem geta nýst þegar fram líða stundir en mikilvægt er að hefjast handa strax við smærri og afmarkaðri verkefni. Eitt gæti verið að óska eftir þátttöku athafnamanna í útbænum í starfshóp sem hefði það að markmiði að efla verslunar- og veitingarekstur í gamla bænum. Annað gætí verið að óska eftir þátttöku forystumanna í nýstofnuðu smábátafélagi Drangey í að móta tillögur um hvernig efla má útgerð og tengdan rekstur á Sauðárkróki og Hofsósi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og hvatti atvinnu- menningar- og kynningarnefnd að fylgja eftir bókun K lista, sem er svohljóðandi.

"Drögin eru víðtæk samantekt á hinum ýmsum þáttum sem geta nýst þegar fraim líða stundir en mikilvægt er að hefjast handa strax við smærri og afmarkaðri verkefni. Eitt gæti verið að óska eftir þátttöku athafnamanna í útbænum í starfshóp sem hefði það að markmiði að efla verslunar- og veitingarekstur í gamla bænum. Annað gætí verið að óska eftir þátttöku forystumanna í nýstofnuðu smábátafélagi Drangey í að móta tillögur um hvernig efla má útgerð og tengdan rekstur á Sauðárkróki og Hofsósi."

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.