Fara í efni

Geymslusvæði á Hofsósi

Málsnúmer 1501322

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 107. fundur - 06.02.2015

Lagðar voru fram til kynningar teikningar sem sýna mögulega staðsetningu á geymslusvæði á Hofsósi. Drögin gera ráð fyrir tveimur mögulegum staðsetningum á geymslusvæði, sunnan og norðan við áhaldahús við Norðurbraut.
Gert er ráð fyrir að svæðið verði með svipuðu sniði og geymslusvæði á Sauðárkróki, það verði afgirt og læst og hægt verði að leigja pláss á svæðinu gegn vægu gjaldi. Utan girðingar við geymslusvæði er gert ráð fyrir að staðsetja ruslagáma sem í dag eru staðsettir við áhaldahús og norðan við Pardus á Hofsósbraut.
Nefndin leggur til að geymslusvæðið verði staðsett norðan við áhaldahús.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.