Fara í efni

Samvinna í úrgangsmálum á Norðurlandi

Málsnúmer 1501258

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 107. fundur - 06.02.2015

Lagt var fram til kynningar erindi er varðar samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi. Vinna við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er langt komin og er þess óskað í bréfinu að 1-2 fulltrúar hvers sveitarfélags sæki fund þar sem þessi mál verða rædd og fundið út hvort almennur áhugi sé á samstarfi á vettvangi úrgangsmála. Undir bréfið skrifa Eriíkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri og Ólöf Harpa Jósefsdóttir, forstöðumaður Flokkun Eyjafjarðar ehf.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að formaður og sviðsstjóri sæki fundinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.