Fara í efni

Tillaga varðandi kaup á landi

Málsnúmer 1501208

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 684. fundur - 22.01.2015

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi K-lista leggur fram svohljóðandi tillögu:

"Byggðaráð óskar eftir því að fá Sigurð Haraldsson, bónda á Grófargili og forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga til fundar við byggðaráð til þess að ræða möguleika á því að Sveitarfélagið Skagafjörður fái að ganga inn í viðræður þeirra um kaup á landi Grófargils."

Greinargerð:
Sigurður Haraldsson bóndi á Grófargili kom á fund byggðaráðs 18.desember sl. að ósk ráðsins. Fram kom á fundinum að Sigurður var jákvæður í garð sveitarfélagsins og ráðlagði hann byggðaráði að ræða við Kaupfélag Skagfirðinga um að sveitarfélagið fái að koma að viðræðum um kaup á landinu.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Bjarni Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tóku til máls. Afgreiðsla 684. fundar byggðaráðs staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum