Fara í efni

Samband íslenskra sveitarfélaga, 366. mál, bókun stjórnar.

Málsnúmer 1501030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 683. fundur - 08.01.2015

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. desember 2014, um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnalögum, 366. mál. Einnig lögð fram svohljóðandi bókun stjórnar sambandsins frá fundi sem haldinn var 12. desember 2014.

"Lögð fram umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. desember 2014, um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnalögum, 366. mál.

Framkvæmdastjóri lagði fram nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. desember 2014, þar sem lagt er til að úr frumvarpinu falli bráðabirgðaákvæði um greiðslu sérstaks framlags úr jöfnunarsjóði vegna áhrifa laga um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar á tekjur sveitarfélaga.

Frumvarp hefur fengið faglega umfjöllun í samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga og hefur náðst samkomulag á þeim vettvangi um þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu. Breytingartillaga nefndarinnar, um að b-liður 2. gr. frumvarpsins falli brott, er í algjörri andstöðu við vilja Sambands íslenskra sveitarfélaga eins og fram hefur komið í umsögn sambandsins um frumvarpið og af hálfu fulltrúa þess á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hún er einnig í andstöðu við vilja ríkisstjórnarinnar, sem lítur á þennan lið frumvarpsins sem lið í að bregðast við neikvæðum fjárhagslegum áhrifum aðgerða ríkisstjórnarinnar og Alþingis gagnvart sveitarfélögum vegna skattfrjálsrar úttektar séreignarsparnaðar samkvæmt lögum um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Full sátt hefur þannig verið um það milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tekjuauki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sökum tekna ríkisins af bankaskatti dreifist til allra sveitarfélaga í hlutfalli við útsvarsstofn þeirra og þar með milda neikvæð áhrif fyrrnefndra aðgerða gagnvart öllum sveitarfélögum.

Verði breytingartillagan samþykkt mun þetta aukna fjármagn jöfnunarsjóðs dreifast til hluta sveitarfélaga en ekki þeirra allra eins og til stóð. Jafnframt er fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga stefnt í voða og nægt tilefni er komið upp til að sveitarfélögin leiti eftir því með öllum ráðum að taka yfir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga enda er fjármagn hans í reynd í eigu sveitarfélaga.

Að loknum umræðum var eftirfarandi bókun samþykkt:

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á að frumvarp til breytinga á tekjustofnalögum nái fram að ganga óbreytt á Alþingi. Stjórnin mótmælir breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar sem fram kemur á þingskjali 718, 366. mál."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Afgreiðsla 683. fundar byggðaráðs staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum