Fara í efni

Kynning: Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar

Málsnúmer 1412217

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 267. fundur - 21.01.2015

Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í tillögunni er sett fram stefna um skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og skipulag á haf- og strandsvæðum. Athugasemdafrestur er auglýstur til 13. febrúar nk.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs. Afgreiðsla 267. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 269. fundur - 11.02.2015

Skipulagsstofnun ber samkvæmt skipulagslögum að hafa hliðsjón af aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga við gerð landsskipulagsstefnu. Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að Landsskipulagsstefnan beri þess skýrar merki. Nauðsynlegt er að gera skýrari greinarmun í skjalinu á stefnumarkandi tillögum, sem geta haft áhrif við staðfestingu aðalskipulagsáætlana sveitarfélaga, og tillögum sem fela í sér almenn leiðarljós fyrir sveitarfélögin um verklag við skipulagsgerð. Ljóst er að mikill meirihluti tillagna í skjalinu fellur í síðarnefnda hópinn.
Tillaga er um að ráðherra skipi samráðshóp til að leysa úr ágreiningsmálum um legu samgöngu- og veitumannvirkja. Við skipan í slíkan samráðshóp er nauðsynlegt að gæta þess að sjónarmið sveitarfélaganna verði ekki fyrir borð borin og jafnræðis verði gætt við skipan í slíkan samráðshóp.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.