Fara í efni

Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Breyting á framkvæmdaáætlun 2014

Málsnúmer 1412149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 682. fundur - 18.12.2014

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun 2014. Viðaukinn felst í því að fjármagn til fjárfestinga eignasjóðs er flutt af Varmahlíðarskóla til Safnahúss Skagfirðinga, samtals 48,5 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 8 "Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Breyting á framkvæmdaáætlun 2014"
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Þannig bókað á 682. fundi byggðarráðs 18. desember 2014 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.
"Lögð fram tillaga um viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun 2014. Viðaukinn felst í því að fjármagn til fjárfestinga eignasjóðs er flutt af Varmahlíðarskóla til Safnahúss Skagfirðinga, samtals 48,5 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka."

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls þá Sigríður Svavarsdóttir, með leyfi forseta, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, með leyfi forseta.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - breyting á framkvæmdaáætlun 2014, borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum.