Fara í efni

Gjaldskrá - fæði leikskólum 2015

Málsnúmer 1411172

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 679. fundur - 20.11.2014

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fyrir fæði í leikskólum í Skagafirði hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sér liðar nr. 36 "Gjaldskrá - fæði leikskólum 2015" Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Samþykkt á 679. fundi byggðarráðs þann 24. nóvember 2014 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fyrir fæði í leikskólum í Skagafirði hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015.

Morgunhressing 2.582 kr.
Hádegismatur 5.617 kr.
Síðdegishressing 2.582 kr.

Hildur Þóra Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
"Mikil hækkun fæðisgjalda er rökstudd með tilliti til boðaðra matarskatta ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðiflokks. Þar sem enn er von til að þessum viðbótar byrðum á almenning og íslenskan landbúnað verði hrundið, situr fulltrúi V lista hjá við afgreiðslu á þessari gjaldskrá."

Stefán Vagn Stefánsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir tóku til máls, þá Sigurjón Þórðarson og lagði fram bókun.
"Stórfelld hækkun á fæðisgjöldum kemur ekki svo mjög á óvart. Hækkunin er í beinu framhaldi af boðaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskatti á matvæli. Fá hér skagfirskt heimili barna, að bragða í fyrsta sinn á hækkun matarskattsins. Ég greiði atkvæði gegn umræddri hækkun.

Stefán Vagn Stefánsson lagði fram bókun.
"Minni fulltrúa VG á að hún samþykkti tillöguna í Byggðarráði. Engar athugasemdir komu frá fulltrúum VG og K lista í undirbúningi og í nefndum sveitarfélagins."

Sigríður Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs þá Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánsson.

Hildur Þóra Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er rétt að ég samþykkti 8% hækkun á fæðiskostnaði á byggðarráðsfundi en það var að þeim forsendum gefnum að hækkun á matarskatti ríkisstjórnarinnar yrði líklega að veruleika. Nú tel ég óvíst að það muni ganga eftir og því sit ég hjá við afgreiðslu málsins."

Sigríður Svavarsdóttir, með leyfi forseta, tók til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá.