Fara í efni

Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar 2015

Málsnúmer 1411169

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 679. fundur - 20.11.2014

Lögð fram tillaga um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá og með 1. janúar 2015 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Vg og óháðra Hildur Þóra Magnúsdóttir situr hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sér liðar nr. 33 "Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar 2015" Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Vísað frá 679.fundi byggðarráðs þann 20. nóvember 2014.

"Lögð fram tillaga um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá og með 1. janúar 2015 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Hildur Þóra Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.