Fara í efni

Gjaldskrá fyrir leikskóladvöl

Málsnúmer 1411121

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 100. fundur - 17.11.2014

Lagt er til að gjaldskrá fyrir dvöl í leikskóla hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015. Vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 679. fundur - 20.11.2014

Lögð fram tillaga um að gjald fyrir dvöl á leikskólum í Skagafirði hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Vg og óháðra Hildur Þóra Magnúsdóttir greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
"Sveitarfélagið Skagafjörður markaði sér þá stefnu á síðasta kjörtímabili undir forystu VG og óháðra í samstarfi við Framsóknarflokkinn, að gjöld fyrir þjónustu sveitarfélagsins við fjölskyldu og barnafólk væru með þeim lægstu á landinu og að fjölskyldu og barnafólki fengi sérstaklega notið góðs rekstrarárangurs sveitarfélagsins frá árinu 2012. Leikskólagjöld eru nú þau lægstu á landinu hér og skipta miklu máli fyrir jákvæða búsetuímynd sveitarfélagsins . Með 8% hækkun leikskólagjalda nú er verið að hverfa frá þeirri stefnu. Vg og óháðir geta ekki samþykkt slíka hækkun og viðbótarálögur sem litlu skila í viðbótartekjum til sveitarfélagsins."
Stefán Vagn Stefánsson óskar bókað: "Sú hækkun sem hér um ræðir er til þess að halda í verðlags- og launahækkanir. Þrátt fyrir umræddar hækkanir verða leikskólagjöld enn með þeim lægstu á landinu. Ekki er verið að hverfa frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið varðandi lág leikskólagjöld."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sér liðar nr. 35 "Gjaldskrá fyrir leikskóladvöl" Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 100. fundar fræðslunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Samþykkt á 679. fundi byggðarráðs þann 24. nóvember 2014 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lögð fram tillaga um að gjald fyrir dvöl á leikskólum í Skagafirði hækki um 8% frá og með 1. janúar 2015.

Almennt gjald á klukkustund 2.727 kr.
Sérgjald á klukkustund er 1.910 kr.
Systkinaafsláttur er veittur af leikskólagjaldi; 50% við annað barn og 100% við þriðja barn.

Fulltrúi Vg og óháðra Hildur Þóra Magnúsdóttir tók til máls og ítrekar bóknun sína frá 679. fundi byggðarráðs frá 20. nóvember sl.

"Sveitarfélagið Skagafjörður markaði sér þá stefnu á síðasta kjörtímabili undir forystu VG og óháðra í samstarfi við Framsóknarflokkinn, að gjöld fyrir þjónustu sveitarfélagsins við fjölskyldu og barnafólk væru með þeim lægstu á landinu og að fjölskyldu og barnafólki fengi sérstaklega notið góðs rekstrarárangurs sveitarfélagsins frá árinu 2012. Leikskólagjöld eru nú þau lægstu á landinu hér og skipta miklu máli fyrir jákvæða búsetuímynd sveitarfélagsins . Með 8% hækkun leikskólagjalda nú er verið að hverfa frá þeirri stefnu. Vg og óháðir geta ekki samþykkt slíka hækkun og viðbótarálögur sem litlu skila í viðbótartekjum til sveitarfélagsins."

Stefán Vagn Stefánsson og ítrekar bóknun sína frá 679. fundi byggðarráðs frá 20. nóvember sl.
"Sú hækkun sem hér um ræðir er til þess að halda í verðlags- og launahækkanir. Þrátt fyrir umræddar hækkanir verða leikskólagjöld enn með þeim lægstu á landinu. Ekki er verið að hverfa frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið varðandi lág leikskólagjöld."

Bjarki Tryggvason tók til máls, þá Sigurjón Þórðarson.
Hildur Þóra Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Hildur Þóra Magnúsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir kvöddu sér hljóðs.

Sigurjón Þórðarson K- lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Stórfelld hækkun á leikskólagjöldum kemur nokkuð á óvart í ljósi málflutnings Framsóknarflokksins fyrir kosningar þar sem lögð var áhersla á að gjöldum væri stillt í hóf. Mögulega er hækkunin sérstakt baráttumál samstarfsflokksins, Sjálfstæðisflokksins.
Ég greiði atkvæði gegn umræddri hækkun.

Gunnsteinn Björnsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafna þessum málflutningi fulltrúa K- lista. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn og telja nauðsynlegt að hækka til að halda í við verðlag.
Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Svavarsdóttir.

Bjarki Tryggvason kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Heildar launakostnaður allra leikskólanna er ca. kr. 340.400.000. 6,6% hækkun er 22.400.000 kr.
Þá getur hver um sig reiknað út hvað um 8% hækkun þýðir."

Bjarki Tryggvason
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Viggó Jónsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum, tveir greiddu atkvæði á móti.