Fara í efni

Borgarey 146150

Málsnúmer 1411097

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 176. fundur - 13.11.2014

Rætt um jörðina Borgarey 146150. Það er álit landbúnaðarnefndar að það sé ekki akkur fyrir sveitarfélagið að eiga þetta land. Nefndin setur sig ekki upp á móti því að jörðin verði auglýst til sölu ef svo ber undir. Málinu vísað til byggðarráðs til frekari umræðu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 679. fundur - 20.11.2014

Lögð fram svohljóðandi bókun frá 176. fundi landbúnaðarnefndar. "Rætt um jörðina Borgarey 146150. Það er álit landbúnaðarnefndar að það sé ekki akkur fyrir sveitarfélagið að eiga þetta land. Nefndin setur sig ekki upp á móti því að jörðin verði auglýst til sölu ef svo ber undir."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að láta verðmeta landið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 679. fundar byggðaráðs staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 176. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 197. fundur - 26.03.2018

Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að þegar að sölu Borgareyjar kemur verði upphafleg markmið kaupsamnings frá 1968 látin halda sér þ.e. landið verði nýtt til fóðuröflunar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 822. fundur - 05.04.2018

Lögð fram bókun 197. fundar landbúnaðarnefndar þar sem nefndin leggur til við byggðarráð að þegar að sölu Borgareyjar kemur verði upphafleg markmið kaupsamnings frá 1968 látin halda sér þ.e. landið verði nýtt til fóðuröflunar.
Byggðarráð samþykkir sjónarmið landbúnaðarnefndar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 897. fundur - 20.01.2020

Jörðin Borgarey, F2140930, var auglýst til sölu í upphafi árs 2020 og tilboðsfrestur gefinn til 14. janúar 2020. Fasteignasala Sauðárkróks ehf. er umsjónaraðili með sölu jarðarinnar.
Sjö tilboð bárust í jörðina.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda, Hestasport-ævintýraferðir ehf.