Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2015

Málsnúmer 1411093

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 678. fundur - 14.11.2014

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2015, sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði eftirfarandi.

4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 58.000 kr. á árinu 2015. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2013. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 29.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2014 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.732.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.685.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.685.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.990.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sér liðar nr. 29 "Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2015" Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Vísað frá 678.fundi byggðarráðs þann 14. nóvember 2014.

"Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2015, sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði eftirfarandi.

4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 58.000 kr. á árinu 2015. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2013. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 29.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2014 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.732.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.685.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.685.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.990.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

Hildur Þóra Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
"Þarft mál er að skoða afslætti fasteignagjalda í breiðara samhengi er nú er gert. Í dag miðast afsláttur eingöngu við viðmiðunarmörk tekjutengingar, sem 2015 miðast við 3.685.000 - 4.990.000 krónur á hjón og 2.732.000 - 3.685.000 kr. fyrir einstaklinga. Ekki er til dæmis tekið tillit til fjölskyldustærðar eða annara stærða sem áhrif hafa á útgjöld til lækkunar á tekjuafgangi þeim er hér er miðað við. V listinn hvetur því til þess að útfærsla á þessi málum verði skoðuð nánar.

Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Hildur Þóra Magnúsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson tóku til máls.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Hildur Þóra Magnúsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.