Fara í efni

Hólaskóli - Háskólinn á Hólum

Málsnúmer 1410258

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 676. fundur - 30.10.2014

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Hólaskóla - Háskólans á Hólum kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu um málefni skólans.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Ályktun vegna aðfarar ríkisstjórnarinnar að menntastofnunum í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega þeim niðurskurðartillögum sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt til í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er kveðið á um að efla menntakerfið með hagsmuni allrar þjóðarinnar að leiðarljósi. Í kaflanum um byggðamál er lögð áhersla á samþættingu við stefnumótun og samvinnu við sveitarfélögin. Ekki hefur farið fram neitt samráð um boðaðan niðurskurð til menntastofnanna; Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólans að Hólum, sem augljóslega raskar því að íbúar fá notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi.

Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Sigurjón Þórðarson
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnson
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarki Tryggvason
Sigríður Magnúsdóttir
Viggó Jónsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Hildur Þóra Magnúsdóttir