Fara í efni

Skagafjarðarhafnir - tillaga að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2015

Málsnúmer 1410189

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 103. fundur - 27.10.2014

Lögð var fyrir fundinn tillaga yfirhafnarvarðar að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna.
Tillögurnar eru eftirfarandi:
Almennir liðir gjaldskrár hækki samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði, eða um 1,9%.
Útseld vinna hækki samkvæmt breytingu á vísitölu launa sl. 12 mánuði, eða um 6,3%
Rafmagnsverð taki breytingum samkvæmt gjaldskrám Rarik og Orkusölunnar.
Nefndin samþykkir gjaldskrárhækkanirnar fyrir sitt leyti.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 677. fundur - 06.11.2014

Lögð fram svohjóðandi bókun 103. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Lögð var fyrir fundinn tillaga yfirhafnarvarðar að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna. Tillögurnar eru eftirfarandi:
Almennir liðir gjaldskrár hækki samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs sl. 12 mánuði, eða um 1,9%.
Útseld vinna hækki samkvæmt breytingu á vísitölu launa sl. 12 mánuði, eða um 6,3%
Rafmagnsverð taki breytingum samkvæmt gjaldskrám Rarik og Orkusölunnar.
Nefndin samþykkir gjaldskrárhækkanirnar fyrir sitt leyti."

Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 1,9 % samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði.
Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.

Útseld vinna hækki um 6,3 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:

Dagvinna 2.790,00 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.720,00 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.788,00 krónur hver klst.

Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.

Byggðarráð staðfestir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sér liðar nr. 24 "Skagafjarðarhafnir - tillaga að gjaldskrárbreytingum fyrir árið 2015" Samþykkt samhljóða

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 103. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Vísað frá 677. fundi byggðarráðs þann 6. nóvember 2014

"Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 1,9% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði.
Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.

Útseld vinna hækki um 6,3% samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:

Dagvinna 2.790 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.720 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.788 krónur hver klst.

Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.

Byggðarráð staðfestir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Sigurjón Þórðarson og Sigríður Magnúsdóttir kvöddu sér hljóðs.

Gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 2015 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 108. fundur - 24.03.2015

Lagt var fram til samþykktar tillaga frá Gunnari Steingrímssyni, yfirhafnarverði, vegna breytinga á gjaldskrá Skagafjarðarhafna.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum;
Dagvinna; útseldur tími hækkar úr 2.790.- kr/klst. í 3.650.- kr/klst.
Yfirvinna; óbreyttur 4.720.- kr/klst.
Stórhátíðaryfirvinna; útseldur tími hækkar úr 5.788.- kr/klst. í 7.150.- kr/klst.

Nefndin samþykkir gjaldskrárbreytingu fyrir sitt leyti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 108. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.