Fara í efni

Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.

Málsnúmer 1410080

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 103. fundur - 27.10.2014

Lagt var fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni dags. 9. október 2014 vegna fjögurra ára samgönguáætlunnar fyrir árin 2015 til 2018.
Í bréfinu er óskað eftir umsóknum um ríkisframlög til hafnargerðarverkefni og á að skila umsóknum fyrir 7. nóvember nk.
Sviðstjóra og yfirhafnarverði falið að vinna að umsókn vegna fjögurra ára samgönguáætlunar. Í því felst m.a. viðgerðir og endurgerð á efri og fremri garði í Sauðárkrókshöfn, frumdýpkun innan hafnar, varnargarð fyrir framan smábátahöfn, hönnun á frekari stækkun Sauðárkrókshafnar og endurbyggingu Norðurgarðs á Hofsósi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 103. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 109. fundur - 20.04.2015

Lögð var fram til samþykktar tilkynning frá Vegagerðinni um framlög til Hafnasjóðs Skagafjarðar á samgönguáætlun 2015 til 2018.
Á áætluninni er gert ráð fyrir framlögum frá Ríkissjóði vegna varnargarðs við nýja smábátahöfn á Sauðárkróki.
Hlutur ríkissjóðs í framkvæmdarkostnaði er 60%. Áætlaður heildarkostnaður er 21 milljón.
Umhverfis- og samgöngunefnd staðfestir að Hafnarsjóður er tilbúinn að standa við skuldbindingu sína vegna þessara framkvæmda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.