Fara í efni

Ytri-Hofdalir 146411 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1409121

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 262. fundur - 19.09.2014

Halldór Jónasson kt. 080446-2419, eigandi jarðarinnar Ytri-Hofdalir (landnr. 146411) Skagafirði, sækir um leyfi til þess að stofna tvær lóðir úr landi jarðarinnar, Ytri-Hofdalir lóð 1 og Ytri-Hofdalir lóð 2. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 73693 og er hann dagsettur 15. september 2014. Einnig sótt um lausn lóðanna úr landbúnaðarnotum. Innan lóðanna sem verið er að stofna standa eftirtalin mannvirki. Á lóðinni Ytri-Hofdalir lóð 1 stendur Íbúðarhús með matstanúmerið 214-2593. Á lóðinni Ytri-Hofdalir lóð 2 stendur frístundahús með matsnúmerið 232-7515. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Ytri-Hofdalir, landnr. 146411. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146411. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Afgreiðsla 262. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.