Fara í efni

Steinstaðir lóð 146230 - Lynghagi og Messuklöpp - Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Málsnúmer 1408022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 269. fundur - 11.02.2015

Fyrir liggur umsókn frá eigendum sumarhúsanna Messuklöpp og Lynghaga í landi Steinstaða um framlengingu á lóðarleigusamningi. Einnig óska lóðarhafar eftir stækkun á lóðinni og óska jafnframt eftir að skipta lóðinni upp í tvær séreignir. Gildandi lóðarleigusamningur er til 25 ára og rennur út 21.maí 2015. Lóðin ber heitið Steinstaðir lóð, landnúmer 146230. Lóðin er afgirt 25.319 m2 að, flatarmáli og umbeðin stækkun er 9.423 m2. Skipulags og byggingarnefnd fellst ekki á umbeðna stækkun lóðarinnar en samþykkir að framlengja leigu á lóðinni til næstu 25 ára. Gerður verði nýr lóðarleigusamningur við viðkomandi og lóðinni skipt upp í tvær eignir í samráði við lóðarhafa. Varðandi gjaldtöku vísar nefndin erindinu til Byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.