Fara í efni

Brekkutún 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

Málsnúmer 1404124

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 257. fundur - 23.04.2014

Brekkutún 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu. Margrét Grétarsdóttir kt. 200865-3759 og Páll Sighvatsson kt. 260265-3189 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 4 við Brekkutún á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags-og byggingarnefndar og Umhverfis-og samgöngunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 3,2 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins.
Einnig sótt um leyfi til að staðsetja setlaug á lóð hússins í samræmi við áðursamþykkta aðaluppdrætti. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að hann fyrir sitt leiti samþykkir breikkun á inn keyrslunni en bendir jafnframt á að ef tjón verður á lögnum við framkvæmdina skuli húseigandi tilkynna það og bera af því allan kostnað. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum