Fara í efni

Efra-Hagan 2, Sandurinn (222260) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1403204

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 258. fundur - 30.04.2014

Fyrir liggur Landskiptagerð, yfirlýsing dagsett 15.11.2013, vegna skiptingar á jörðinni Efra-Haganes II, landnúmer 146794, Fljótum í Skagafirði, lögð fram af Stefáni Þórarni Ólafssyni hrl., fyrir hönd eigenda. Fram kemur í skiptayfirlýsingu að Sandurinn í Víkinni verði áfram í óskiptri sameign allar og að lögbýlarétturinn fylgi áfram Efra-Haganesi II, landnúmer 146794. Útskipta landið hefur á uppdrætti heitið Efra-Hagan II, Sandurinn og hefur fengið úthlutað landnúmerinu 222260. Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir landskiptunum. Uppdrátturinn er í verki númer 720211, nr. S01, dagsettur 25. september 2013. Fram kemur á uppdrætti breyting dagsett 17. mars 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.