Fara í efni

Glæsibær land 6 (221963) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1312102

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 251. fundur - 09.12.2013

Friðrik Stefánsson, kt. 200140- 7619 eigandi jarðarinnar Glæsibær landnúmer 145975 í Skagafirði sækir um heimild til skipta jörðinni, stofna land 6 í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir fyrirhugaðri skiptingu jarðarinnar. Uppdrátturinn er í verki númer 75353, nr S02 og er hann dagsettur 26. nóvember 2013. Á landinu sem verið er að skipta út úr jörðinni standa eftirtaldar eignir, Dýralæknaaðstaða 214-0129 og fjárhús 214-0130. Hlunnindi skiptast hlutfallslega milli jarðanna. Lögbýlarétturinn fylgir landnúmerinu 145975. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.