Fara í efni

Áshildarholt norður (221962) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1312098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 251. fundur - 09.12.2013

Gunnlaugur Vilhjálmsson kt. 271247-2579 og Sigurður Vilhjálmsson kt. 110341-7769 eigendur jarðarinnar Áshildarholts í Skagafirði, landnr. 145917, sækja um heimild til skipta jörðinni í tvo hluta. (Áshildarholt norður). Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk-fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir fyrirhugaðri skiptingu jarðarinnar. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7136-4 og er hann dagsettur 3. desember 2013. Lögbýlaréttur mun tilheyra landnúmerinu (145917) sem er syðri hluta jarðarinnar. Útihús með fastanúmer 213-9753 og íbúðarhús með fastanúmer 213-9764 munu auk þess tilheyra þeim hluta jarðarinnar. Fram kemur í erindinu að Sigrún Sigurðardóttir kt. 270258-6389 skráður eigandi íbúðar sem stendur á lóðinni Áshildarholt, land 2 (landnr. 221845), sem hefur fastanúmerið 213-9765, geri ekki athugasemdir við ofangreind skipti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.