Fara í efni

Innstaland 145940 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1307104

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Pétur Ingi Grétarsson og Sveinn Úlfarsson f.h. 1001 minks ehf. þinglýstir eigendur jarðarinnar Innstalands, landnúmer 145940 óska hér með eftir heimild til að stofna 400 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Einhyrningur fjarskiptahús“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 82030201 útg. 16. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Afmörkun spildu samræmist lóðarleigusamningi 07. júlí 2021.
Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði. Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 og endurskoðað aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.

Landheiti útskiptrar spildu vísar til nærliggjandi örnefnis og lóðarnotkunar.
Innan útskiptrar spildu er tækjahús sem er óskráður matshluti ásamt mastri vegna fjarskipta. Mannvirki þessi verða skráð á útskipta spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Innstalandi, landnr. 145940.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Sveinn F. Úlfarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.