Fara í efni

Norðurbrún - frágangur lóða

Málsnúmer 1305307

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2012. fundur - 19.12.2012

Fundurinn samþykkir að láta klára vinnu við afmörkun lóða og hnitsetningu við Norðurbrún í Varmahlíð. Einnig þarf að stofna lóð fyrir veitumannvirki í Reykjarhólslandi. Formanni falið að hafa samband við STOÐ ehf verkfræðistofu sem unnið hefur að þessum málum.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 18.04.2013

Lóðamælingar: Samkvæmt beiðni stjórnar vann Stoð ehf verkfræðistofa lóðamælingar á Norðurbrún í Varmahlíð. Formaður lagði fram þær mælingar ásamt minnispunktum frá Atla G. Arnórssyni og Sólveigu Sigurðardóttur sem verkið unnu.Nokkur munur er á stærð lóða sk. leigusamningi annarsvegar og deiliskipulagi hinsvegar.
Stjórn samþykkir tillögur Stoðar og formanni falið að vinna tillögur áfram með formlegum hætti.