Fara í efni

Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

Málsnúmer 1211151

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 80. fundur - 28.11.2012

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands varðandi gerð hættumats vegna skriðufalla og snjóflóða. Þar kemur fram að árið 2006 var gerð úttekt á því hvar væri ástæða til að kanna nánar ofanflóðahættu í grennd við þéttbýli á landinu. Niðurstaða þeirrar úttektar var að vegna aðstæðna á Sauðárkróki og fyrirliggjandi upplýsinga um skriðuföll og snjóflóð væri ástæða til að meta hættu þar. Fyrirkomulag þessara mála er þannig að það er að forminu til sveitarfélögin sem standa að slíku hættumati en Veðurstofan vinnur verkið og Ofanflóðasjóður greiðir allan kostnað. Viðkomandi sveitarfélagi er ætlað að hafa frumkvæði að gerð hættumats og skipa 2 af 4 fulltrúum hættumatsnefndar sem stýrir gerð hættumatsins, sér um kynningu á niðurstöðum og leggur þær að lokum fram til staðfestingar ráðherra.
Samþykkt að fara i þessa vinnu og lagt til að Slökkviliðsstjóri og Skipulags- og byggingarfulltrúi verði fulltrúar sveitarfélagsins í hættumatsnefndinni.

Skipulags- og byggingarnefnd - 239. fundur - 10.12.2012

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands varðandi gerð hættumats vegna skriðufalla og snjóflóða. Þar kemur fram að árið 2006 var gerð úttekt á því hvar væri ástæða til að kanna nánar ofanflóðahættu í grennd við þéttbýli á landinu. Niðurstaða þeirrar úttektar var að vegna aðstæðna á Sauðárkróki og fyrirliggjandi upplýsinga um skriðuföll og snjóflóð væri ástæða til að meta hættu þar. Fyrirkomulag þessara mála er þannig að það er að forminu til sveitarfélögin sem standa að slíku hættumati en Veðurstofan vinnur verkið og Ofanflóðasjóður greiðir allan kostnað. Viðkomandi sveitarfélagi er ætlað að hafa frumkvæði að gerð hættumats og skipa 2 af 4 fulltrúum hættumatsnefndar sem stýrir gerð hættumatsins, sér um kynningu á niðurstöðum og leggur þær að lokum fram til staðfestingar ráðherra.
Tekið er undir bókun Umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkt að fara i þessa vinnu. Lagt til að Slökkviliðsstjóri og Skipulags- og byggingarfulltrúi verði fulltrúar sveitarfélagsins í hættumatsnefndinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 617. fundur - 14.02.2013

Fundagerð 1. fundar Hættumatsnefndar Skagafjarðar frá 7. febrúar 2013 lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 298. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla 617. fundar byggðaráðs staðfest á 298. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 712. fundur - 08.10.2015

Lögð fram fundargerð 4. fundar hættumatsnefndar Skagafjarðar frá 4. maí 2015. Á fundinum var gerð grein fyrir endurskoðaðri tillögu Veðurstofu Íslands fyrir Sauðárkrók. Samþykkt var að kynna endurskoðaða tillögu Veðurstofu Íslands sem tillögu nefndarinnar og hafa kynningu fyrir opnu húsi fyrir almenning. Í tillögunni er snjóflóðahætta undir Nöfunum talin vera yfir ásættanlegum mörkum, en ekki er talin vera hætta á stórfelldum skriðuföllum eða hruni. Hættusvæði A er dregið undir öllum Nöfunum og hættusvæði B á litlu svæði í Kristjánsklauf. Stefnt er að halda kynningarfund 12. nóvember n.k.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 717. fundur - 12.11.2015

Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingafulltrúi, Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri, Gunnar Guðni Tómasson formaður hættumatsnefndar Skagafjarðar og Eiríkur Gíslason verkfræðingur á Veðurstofu Íslands og kynntu fyrir ráðinu tillögu hættumatsnefndar Skagafjarðar á mati á hættu vegna ofanflóða á Sauðárkróki. Tillagan verður einnig kynnt á opnum fundi á Kaffi Krók í dag, fimmtudaginn 12. nóvember 2015. Hættumatsnefnd mun síðan leggja tillöguna fyrir umhverfisráðherra til formlegrar samþykktar og skal sveitarstjórn gera áætlun um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á hættusvæðum innan sex mánaða frá staðfestingunni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 717. fundar byggðaráðs staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.