Fara í efni

Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur

Málsnúmer 1210466

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 608. fundur - 08.11.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að Vegagerðin er sammála því að ljúka þurfi breytingu á legu Þverárfjallsvegar/Strandvegar um Sauðárkrók á móts við norðurenda Aðalgötu. Ekki hefur enn verið unnt að tryggja fjárveitingu til þeirrar framkvæmdar og er vísað til heildarendurskoðunar samgönguáætlunar 2015-2026, sem fer fram innan tveggja ára, vegna þess.
Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 79. fundur - 19.11.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að Vegagerðin er sammála því að ljúka þurfi breytingu á legu Þverárfjallsvegar/Strandvegar um Sauðárkrók á móts við norðurenda Aðalgötu. Ekki hefur enn verið unnt að tryggja fjárveitingu til þeirrar framkvæmdar og er vísað til heildarendurskoðunar samgönguáætlunar 2015-2026, sem fer fram innan tveggja ára, vegna þess. Á fundi Byggðarráðs var bréf Vegagerðarinnar tekið fyrir og því vísað til afgreiðslu Umhverfis- og samgöngunefndar. Umhverfis-og samgöngunefnd óskar eftir að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Marg oft hefur verið bent á þá slysahættu sem hlýst af núverandi vegastæði. Farið er fram á að þessi framkvæmd verði sett í forgang.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 22.05.2013

Frumhönnun varðandi færslu Strandvegar (Þverárfjallsvegar) við nýja smábátahöfn lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ár.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 85. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 246. fundur - 07.08.2013

Þverárfjallsvegur (744) - Framkvæmdaleyfisumsókn. Fyrir liggur framkvæmdaleyfisumsókn frá Vegagerðinni kt. 680269-2899 dagsett 19. júlí 2013 varðandi breytingar á legu Þverárfjallsvegar um Sauðárkrók. Varðandi skipulagsáætlanir er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við deiliskipulag gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987. Skoðun skipulags- og byggignarnefndar er að framkvæmdin hafi jákvæð samfélagsleg áhrif og að hún sé mjög mikilvæg vegna öryggi íbúa við norðurhluta Aðalgötu. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi sé veitt.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013

Jón Magnússon vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Svohljóðandi bókun gerð á 246. fundi skipulags- og byggingarnefndar:
"Þverárfjallsvegur (744) - Framkvæmdaleyfisumsókn. Fyrir liggur framkvæmdaleyfisumsókn frá Vegagerðinni kt. 680269-2899 dagsett 19. júlí 2013 varðandi breytingar á legu Þverárfjallsvegar um Sauðárkrók. Varðandi skipulagsáætlanir er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við deiliskipulag gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987. Skoðun skipulags- og byggingnarnefndar er að framkvæmdin hafi jákvæð samfélagsleg áhrif og að hún sé mjög mikilvæg vegna öryggi íbúa við norðurhluta Aðalgötu. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi sé veitt."
Byggðarráð samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir breytingu á legu Þverárfjallsvegar um Sauðárkrók.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013

Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 633. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 87. fundur - 08.08.2013

Lögð voru fram til kynningar útboðsgögn ásamt samskiptum við skipulagsstofnun vegna færslu strandvegar. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Útboðið hefur verið auglýst í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar og verður tilboðsopnun þann 20. ágúst næstkomandi. Áætluð verklok eru 15. nóvember 2013.
Nefndin fagnar því að nú verði lokið við færslu strandvegarins í endanlega legu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 304. fundur - 22.08.2013

Afgreiðsla 87. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 304. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.