Fara í efni

Flokkun hálendisvega.

Málsnúmer 1210290

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 103. fundur - 27.10.2014

Tekið fyrir erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi flokkun og fullgildingu vegslóða í óbyggðum, dags. 8. október 2014.
Síðan árið 2008 hefur staðið yfir vinna við flokkun vega á miðhálendinu. Starfshópur, skipaður af umhverfisráðherra, átti í samráði við sveitarfélög landsins að gera tillögur að hvaða vegir skuli vera lokaðir til frambúðar eða tímabundið og hvaða vegir skulu vera opnir.
Starfshópurinn stefnir á að ljúka verkefninu um næstu áramót og fer ráðuneytið fram á svar frá sveitarfélaginu fyrir 15. nóvember nk.
Töluverð vinna hefur farið fram á vegum sveitarfélagsins þar sem unnið hefur verið að flokkun hálendisvega en þeirri vinnu er ekki að fullu lokið. Nefndin felur sviðstjóra að ljúka vinnu við flokkun hálendisvega í samráði við hagsmunaaðila og sækja um frest til svars, gerist þess þörf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 103. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 107. fundur - 06.02.2015

Fjallað var um stöðu á flokkun hálendisvega. Verið er að vinna í málinu í samráði við landeigendur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 108. fundur - 24.03.2015

Lögð var fyrir fundinn tillaga vegna flokkun hálendisvega innan miðhálendislínu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Flokkunin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Til grundvallar flokkuninni liggja kort annars vegar frá Landmælingum Íslands sem sýna núverandi skráða slóða og hins vegar innmældir slóðar frá Ferðaklúbbnum 4x4.
Starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins boðuðu hagsmunaaðila á fund þann 16. mars sl. og komu fundarmenn sér saman um flokkun hálendisvega í þrjá flokka; opinn vegur, lokaður vegur og vegur með tímabundin eða takmörkuð not.
Nefndin samþykkir flokkunina eins og hún er lögð fyrir í fundargerð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 108. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22 apríl 2015 með níu atkvæðum.