Fara í efni

Veglínur - aðalskipulag

Málsnúmer 1204176

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 590. fundur - 26.04.2012

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni varðandi vegstyttingar í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þar er vísað til þess að innanríkisráðherra hefur ákveðið að Vegagerðin skuli ekki vinna áfram að tillögum um tilteknar breytingar á legu Hringvegar í viðkomandi sveitarfélögum, þ.e. Sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. Samkvæmt því dregur Vegagerðin til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 590. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 234. fundur - 09.05.2012

Aðalskipulag Skagafjarðar. Lagt fram bréf Hreins Haraldssonar vegamálastjóra dagsett 17. apríl sl., þar sem fram kemur að Vegagerðin dregur til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður. Einnig lögð fram bréf Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem dagsett eru 28.11.2011, 03.04.2012 og 13.04.201. Í bréfum umhverfisráðherra kemur fram að í tillögum hans að tólf og fjögurra ára samgönguáætlun sé hvorki gert ráð fyrir flutningi hringvegar frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetningabraut né flutningi vegarins til suðurs frá Varmahlíð. Einnig lagt fram bréf. Einnig lagt fram bréf Stefáns Thors skipulagsstjóra dagsett 20. Apríl sl., varðandi málið. Með bréfi dagsettu 18. apríl 2012 fara sveitarfélögin Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður þess á leit við Umhverfisráðherra að hann staðfesti aðalskipulag þessara sveitarfélaga með þeirri tillögu sem sveitarfélögin upphaflega gerðu ráð fyrir í aðalskipulagstillögum sínum. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þessari niðurstöðu og að þessum áfanga er náð. Vonast er eftir að umhverfisráðherra staðfesti með undirskrift sinni Aðalskipulag fyrir sveitarfélagið Skagafjörð

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.