Fara í efni

Stóra-Gröf ytri land, land 2 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1204097

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 234. fundur - 09.05.2012

Snorri Björn Sigurðsson kt. 230750-2709, þinglýstur eigandi Stóru-Grafar ytri, lands (landnr. 146001) í Skagafirði, sæki um staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á landamerkjum lóðarinnar, skv. meðfylgjandi yfirlýsingu um ágreiningslaus landamerki og skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7232, dags. 15. mars 2012. Einnig er sótt um heimild til þess að skipta lóð úr landinu, merkt Stóra-Gröf ytri, land 2 á ofangreindum uppdrætti. Lóðin sem skipta á út hefur fengið landnúmerið 220817. Sumarhús með fastanúmerið (214-0289) sem stendur á landinu mun tilheyra lóðinni sem fyrirhugað er að stofna. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.