Fara í efni

Framtíðarskipulag safnsvæðisins í Glaumbæ

Málsnúmer 1203379

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 63. fundur - 02.04.2012

Rætt um framtíð safnasvæðisins í Glaumbæ, en fram kom á síðasta fundi nefndarinnar að mikilvægt sé að ráðast í heildarskipulag fyrir svæðið.

Menningar- og kynningarnefnd óskar eftir því við Skipulags- og byggingarnefnd að hafin verði sem fyrst vinna við deiliskipulag fyrir athafnasvæði Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ í samstarfi við safnstjóra og Menningar- og kynningarnefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Afgreiðsla 63. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.