Fara í efni

Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 1203322

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 587. fundur - 29.03.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Landsneti hf, varðandi Blöndulínu 3 - Háspennulína (220 kV) frá Blöndustöð til Akureyrar. Mat á umhverfisáhrifum. Kynningartími frummatsskýrslunnar er frá 21. mars 2012 - 3. maí 2012. Á meðan kynningu stendur er gert ráð fyrir að eintök af frummatsskýrslunni verði aðgengileg m.a. í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og á Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Einnig á heimasíðum Skipulagsstofnunar, Landnets og Mannvits verkfræðistofu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 289. fundur - 02.05.2012

Jón Magnússon tók til máls um þennan lið dagskrár og lagði fram svohljóðandi bókun:

Sveitarstjórn Skagafjarðar ber tafarlaust að mótmæla lagningu Blöndulínu 3 um fegurstu sveitir Skagafjarðar. Þær tvær leiðir sem Landsnet hefur lagt fram sam valkosti um línustæðið eru með öllu óásættanlegar og gera verður kröfu til þess að aðrir kostir verði skoðaðir ítarlega. Sveitarstjórn ber að leggjast á sveif með þeim landeigendum sem berjast nú af hörku til að verja lönd sín fyrir náttúruspjöllum og þeirri sjónmengun sem leiðir af lagningu 220 kV loftlínu um héraðið.

Afgreiðsla 587. fundar byggðaráðs staðfest á 289. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 234. fundur - 09.05.2012

Lagt fram bréf Landsnets hf., Unnar Helgu Kristjánsdóttur dags. 21. mars 2012 um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3. Bréfið varðar Sveitarfélagið sem landeiganda Borgareyjar og Steinsstaða. Frummatsskýrsla var í kynningu frá 21. mars til 3. maí. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur frest til 18. maí til að senda umsögn um frummatsskýrsluna. Skipulags- og byggingarnefnd mun að fengnu staðfestu aðalskipulagi horfa í skipulagsvinnu til niðurstöðu frummatsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Forseti gerir tilllögu um að vísa málinu til afgreiðslu 8. liðar á dagskrá fundarins, Blöndulína 3 - mat á umhverfisáhrifum. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur kynnt sér frummatsskýrslu Landsnets vegna Blöndulínu 3. Í skýrslunni eru tvær leiðir metnar þó svo að á fyrri stigum máls hafi sveitarstjórn bent á aðra möguleika í leiðarvali og framkvæmdakosti, svo sem að leggja línu í jörð, í að minnsta hluta til, aðrar stauragerðir loftlína, frekari rökstuðning fyrir áætluðu spennustigi og fleiri þætti sem krefðust meiri umfjöllunar. Því miður eru þeir, og aðrir kostir í leiðarvali ekki metnir með fullnægjandi hætti í umræddri skýrslu.

Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til og er í því vísað til þingskjals 748 frá 1. febrúar 2012 um skipun nefndar á vegum iðnaðar- og umhverfisráðuneytisins sem móta á stefnu um lagningu raflína í jörð. Óráðlegt er að taka afstöðu til leiðarvals og málsins á meðan nefndin hefur ekki skilað niðurstöðu. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval, og framkvæmdakosti , þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð.

Stefán Vagn Stefánsson,

Bjarki Tryggvason,

Sigríður Magnúsdóttir,

Þórdís Friðbjörnsdóttir,

Bjarni Jónsson,

Jón Magnússon,

Sigríður Svavarsdóttir,

Guðrún Helgadóttir

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson og Þórdís Friðbjörnsdóttir kvöddu sér hljóðs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.