Fara í efni

Bræðraá lóð 211873 - Umsókn um framkvæmdaleyfi og byggingarreit.

Málsnúmer 1112424

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 231. fundur - 20.01.2012

Páll Pálsson, veitustjóri sækir f.h. Skagafjarðarveitna ehf., um heimild Skipulags- og byggingar­nefndar Skagafjarðar til eftirtalinna framkvæmda á leigulóð fyrirtækisins úr landi Bræðraár í Hrolleifsdal.

· Gerð borplans vegna borunar vinnsluholu nr. 2, sjá meðfylgjandi afstöðuuppdrátt nr. S-03 í verki 1014, dags. 19. september 2011. Uppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.

· Borun vinnsluholu nr. SK-32. Staðsetning holunnar er sýnd á ofangreindum uppdrætti. Áætlað er að holan verði um 1.100 m djúp, boruð lóðrétt með ø340 mm öryggisfóðringu niður á 30 m dýpi og 300 m langri, ø275 mm vinnslufóðringu.

· Leggja foreinangraða stállögn í jörð frá vinnsluholu nr. SK-32, að núverandi lögn frá vinnsluholu nr. SK-28. Þvermál lagnar DN150/250, lengd um 50 m.

Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 231. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.