Fara í efni

Gönguskarðsárvirkjun-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1110275

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 230. fundur - 09.12.2011

Gönguskarðsárvirkjun, umsókn um niðurrif mannvirkja. Bragi Þór Haraldsson kt. 080353-4219 fyrir hönd RARIK ohf. sækir með bréfi dags, 31. október sl.,um leyfi til að rífa mannvirki sem standa á Gránumóum tilheyrandi Gönguskarðsárvirkjun. Mannvirkin sem um ræðir eru Þrýstivatnsturn með fastanúmerið 213-2543, byggður árið 1947 og lokahús við jöfnunarþró með fastanúmerið 228-4500, byggt árið 1981. Þann 7. júlí 2008 sótti Tryggvi Ásgrímsson, fh. RARIK ohf. kt 520269-2669 um leyfi til að rífa aðrennslisstokk að stöðvarhúsi og tengd mannvirki þ.e. þrýstivatnsturn og lokuhús þar sem ljóst var að þessi mannvirki yrðu ekki meira notuð. 9. júlí það sama ár samþykkti skipulags-og byggingarnefnd umbeðið leyfi. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.