Fara í efni

Sauðárkrókshöfn - lenging sandfangara

Málsnúmer 1109126

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 69. fundur - 03.10.2011

Lagt fram minnisblað dagsett 8 september 2011 frá Siglingastofnun og varðar sandflutninga og þörf fyrir lengingu sandfangara Sauðárkrókshöfn. Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Siglingastofnunar um málefni hafnarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 69. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 72. fundur - 17.01.2012

Sigurður Áss Grétarsson fór yfir framkvæmdir við höfnina á undanförnum árum, niðurstöður líkantilrauna og sandset út frá sandfangara. Að svo komnu máli telur Siglingastofnun ekki ráðlegt að lengja sandfangarann meira en nú er áformað, talið er að hann geti hugsanlega aukið setmyndun í hafnarmynninu og í innsiglingunni. Fylgst verður með sandseti við sandfangarann og í höfninni með árlegum dýptarmælingum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Afgreiðsla 72. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 286. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.