Fara í efni

Samningur til styrktar útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 1105144

Vakta málsnúmer

Menningar- og kynningarnefnd - 53. fundur - 20.06.2011

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi um útgáfu á Byggðasögu Skagafjarðar. Samningur þessi er gerður í framhaldi af eftirtöldum samningum: A)Stofnsamningi, sem undirritaður var 9. janúar 1995. B)Styrktarsamningi til fjögurra ára, sem undirritaður var 27. júní 2007 og rann út 31. janúar 2010. Að samningi þessum standa eftirtaldir aðilar: Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Sögufélag Skagfirðinga og Leiðbeiningamiðstöðin ehf.

Samningur þessi er til 4 ára og gildir frá og með 1. janúar 2011

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði til að samningi þessum verði vísað til frekari umfjöllunar og afgreiðslu í byggðarráði.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 53. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 557. fundur - 23.06.2011

Málinu vísað frá sveitarstjórnarfundi til frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning til fjögurra ára til ritunar Byggðasögu Skagfirðinga. Jafnframt lýsir Byggðarráð yfir ánægju með störf þeirra sem komið hafa að ritun Byggðasögu Skagfirðinga. Byggðasaga Skagafjarðar er stórvirki í íslenskri byggðasöguritun og hefur verið tilnefnd til verðlauna í röðum fræðirita, auk þess sem ritstjóri Byggðasögunnar hefur verið sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til héraðssögu, fræða og menningar. Mikilvægt er að þessari metnaðarfullu útgáfu verði framhaldið og henni lokið á sómasamlegan hátt. Minnt skal á í því sambandi að í upphafi báru Héraðsnefnd Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörður hitann og þungann af ritun Byggðasögunnar en hin síðari ár hafa fleiri lagst á árarnar og ber að þakka það.