Fara í efni

Kolkuós-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1104153

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 234. fundur - 09.05.2012

Jón Örn gerði grein fyrir málinu. Skipulags- og byggingarnefnd er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ljúka málinu fyrr en eignarhald svæðisins liggur fyrir. Vinna að lausn þess máls er í gangi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012

Stefán Vagn Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu.

Varðandi 10. lið fundargerða Skipulags- og byggingarnefndar nr. 234 frá 09.05.2012. Sveitarstjórn áréttar að ákvörðun Byggðaráðs um málefni Kolkuóss frá 587. fundi Byggðaráðs frá 29.03.2012. stendur óbreytt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 235. fundur - 15.06.2012

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Kolkuóss ses, vegna endurbyggingar íbúðarhúss að Kolkuósi í Skagafirði. Þar er sótt um leyfi til að endurbyggja og breyta innra skipulagi hússins og notkun þess. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6. júní 2012.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.