Fara í efni

Hólar 146440-Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1104073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 224. fundur - 18.05.2011

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vatnslagnar frá borholu við Hof í Hjaltadal að bleikjurannsóknahúsi á Hólum. Bjarni K. Kristjánsson deildarstjóri Fiskeldisdeildar sækir f.h. Háskólanns á Hólum með bréfi dagsettu 11. apríl sl., um framkvæmdaleyfi til að leggja vatnslögn frá borholu á eyrunum neðan við Hof að vatnshúsi austan við gömlu fjárhúsin á Hólum. Framlagður , yfirlitsuppdráttur í verki númer 4204 nr. S-01, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og er hann dagsettur 23. mars 2011. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 279. fundur - 24.05.2011

Afgreiðsla 224. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 279. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.