Fara í efni

Lög um mannvirki - Gildistaka mannvirkjalaga

Málsnúmer 1102030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 221. fundur - 09.02.2011

Lög um mannvirki - Gildistaka mannvirkjalaga. Jón Örn fór yfir og kynnti ný lög um mannvirki sem tóku gildi um síðustu áramót. Einnig gerði hann grein fyrir helstu stjórnsýslubreytingum sem verða frá áðurgildandi skipulags-og byggingarlögum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að áfram starfi byggingarnefnd í sveitarfélaginu og fari með skipulags- og byggingarmál. Sveitarstjórn setji byggingarnefnd erindisbráf í samræmi við 7 grein Mannvirkjalaga. Nefndin felur formanni að fylgja málinu eftir og að niðurstaða fáist á næsta sveitarstjórnarfundi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Forseti bar upp tillögu:

Sveitarstjórn Sveitafélagins Skagafjarðar samþykkir að áfram starfi byggingarnefnd í sveitarfélaginu sem fari með skipulags- og byggingarmál. Sveitarstjórn setji byggingarnefnd erindisbréf í samræmi við 7 grein Mannvirkjalaga.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.