Fara í efni

Sæmundargata 1B - Umsókn um byggingarleyfi og skiptingu eignar.

Málsnúmer 1011126

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 218. fundur - 17.11.2010

Sæmundargata 1B - Umsókn um byggingarleyfi og skiptingu eignar. Marteinn Jónsson kt. 250577-5169 sækir fyrir hönd Súldar ehf. kt. 530208-0360 sem er eigandi iðnaðarhúss með fastanúmerið 213-2302 og stendur á lóðinni númer 1b við Sæmundargötu á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 18. október sl., um leyfi til að breyta útliti hússins, notkun þess úr bílaverkstæði í iðnaðar- og geymsluhúsnæði ásamt því að skipta eigninni í tvo séreignarhluta.  Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 5.11.2010, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki nr. 3026, númer A-101 og A-102. Erindið samþykkt að uppfylltri athugasemd brunavarna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 218. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.