Fara í efni

Eyrarvegur 143295-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1010071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 216. fundur - 20.10.2010

Eyrarvegur – umsókn um byggingarleyfi. Jón B. Sigvaldason vélstjóri, fh  Hólaskóla, Háskólans á Hólum sækir um leyfi til að koma fyrir, í aflögðu sláturhúsi Slátursamlags Skagfirðinga sem nú er í eigu Fisk Seafood ehf, dísilvél og rafal ( neyðarrafstöð) vegna starfsemi Hólaskóla í húsnæðinu. Meðfylgjandi er greinargerð dagsett 29.09.2010 og uppdráttur frá Stoð ehf verkfræðistofu sem lýsir ofangreindri framkvæmd. Erindið samþykkt.