Fara í efni

Brautarholt 146788 - Umsókn um staðfestingu á landskiptum.

Málsnúmer 1009032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 213. fundur - 08.09.2010

Staðfesting landskipta. Eigendur Efra-Haganess I í Fljótum hafa gert með sér landskiptasamning sem ber heitið Landskiptasamningur á Efra-Haganesi I, Fljótum Skagafirði milli Efra-Haganes I og Brautarholts. Samningurinn byggir á hnitsettum uppdrætti sem gerður er á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Uppdrátturinn ber heitið Landamerki, landskipti – Efra-Haganes 1 og Brautarholt og er dagsettur 28. júní 2010. Landskiptasamningurinn er undirritaður af öllum hlutaðeigandi aðilum, eða í umboði þeirra. Dagsetning undirskriftar landskiptasamningsins er 1. júlí 2010. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Leiðrétta þarf prentvillu er varða hlutföll sameiginlegrar hagnýtingar hlunninda í 7. grein samningsins.